Guðný Guðmundsdóttir
Guðný Guðmundsdóttir was appointed first concertmaster of the Iceland Symphony Orchestra in 1974. She has performed under many of the worlds greatest conductors and led the orchestra with some of the greatest musicians of the twentieth century, including the three tenors, Pavarotti, Domingo, and Carreras, soloists Vladimir Ashkenazy, Emil Gilels, Claudio Arrau, Rudolf Serkin, Anne-Sophie Mutter, Itzak Perlman, Mstislav Rostropovich, and the comedian Victor Borge. She left the post in 2010.
Guðný has been Iceland’s leading violin teacher for over four decades, is an honorary professor at the Iceland University of the Arts, and teaches gifted younger students at the Reykjavík College of Music. Many of her former students are among the leading Icelandic violinists and prize-winners of international competitions, such as the Sibelius, Carl Flesch, Carl Nielsen, Leopold Mozart, Corpus Christi, and Johann Sebastian Bach competitions.
Guðný has appeared as soloist with orchestras in Iceland, United States, Mexico, Hong Kong, and Puerto Rico, while she has also premiered in Iceland many of the major 20th century violin concertos, such as those of Stravinsky, Elgar, and Britten. She has given solo recitals in Israel, Japan, China, and throughout Europe, and has been guest professor at the University of Beijing, China, the Universities of Houston Texas, the Logan School of Music in Denver, Astona International in Switzerland, and Barratt Due Institute in Norway, among many others. Guðný is a frequent guest in festivals and workshops in the Nordic countries, focusing on the development of string players. She has been a guest at numerous festivals around the world as a teacher, soloist, and chamber musician. Her many awards for services to music include the Icelandic Order of the Falcon in 1989, the DV Culture Award in 1990, and in 2015, the highest honour from the Icelandic Composers Union for her contribution to Icelandic music.
Guðný holds a BM degree from the Eastman School of Music, Diploma from The Royal College of Music in London, and M.M. from Juilliard 1974. Her main professors were Carroll Glenn and Dorothy DeLay.
Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari gegndi starfi 1. konsertmeistara við Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 1974-2010. Hún leiddi hljómsveitina undir stjórn margra heimsþekktra hljómsveitarstjóra og lék með mörgum frægustu einleikurum og einsöngvurum heims. Auk konsertmeistarastarfsins hefur hún kennt við Tónlistarskólann í Reykjavík í meira en fjóra áratugi og við Listaháskóla Íslands. Margir nemanda hennar hafa unnið til alþjóðlegra verðlauna og eru í leiðandi stöðum, bæði heima og erlendis. Guðný hefur staðið á tónleikapalli frá sjö ára aldri. Hún hefur komið fram sem einleikari, í kammertónlist og sem gestakennari víða í Bandaríkjunum, Evrópu og einnig í Asíu. Á kennsluferðum sínum leitast hún við að kynna íslenska tónlist. Guðný hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir tónlistarstörf, s.s. Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1989 og Menningarverðlaun DV árið 1990. Einnig er hún handhafi gullmerkis F.Í.H. og er heiðursfélagi í F.Í.T. Síðastliðið vor hlaut hún gullmerki Tónskáldafélags Íslands fyrir framlag sitt við flutning á íslenskri tónlist. Guðný er meðlimur í Tríói Reykjavíkur ásamt Richard Simm píanóleikara og Gunnari Kvaran sellóleikara. Hún hefur leikið inn á nokkrar geislaplötur, bæði einleik og kammertónlist. Geisladiskur með einleiksverkum eftir Þórarin Jónsson, J.S. Bach, Hallgrím Helgason og Hafliða Hallgrímsson kom á markaðinn haustið 2002 og var tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna sama ár. Tónlistarmenntun sína hlaut Guðný við Tónlistarskólann í Reykjavík undir handleiðlu Björns Ólafssonar. Síðar við Eastman School of Music og Juilliard í New York þar sem aðalkennarar hennar voru Carroll Glenn og Dorothy DeLay.